Haldið verður áfram að skapa umhverfi sem hvetur til hjólreiða þannig að Reykjavík verði góð hjólaborg. Áframhaldandi uppbygging verður á hjólaleiðum og hjólastæðum ásamt því að farið verður í fjölbreyttar, mjúkar aðgerðir til að fjölga þeim sem hjóla.
Við nánari útfærslu framkvæmda og forgangsröðun þeirra verður lögð áhersla á samráð við íbúa og hagsmunaaðila eins og samtök hjólreiðamanna og fleiri. Í þessum kafla eru settar fram þær aðgerðir sem Reykjavíkurborg vill að komi til framkvæmda á tímabilinu 2015–2020. Framkvæmdaáætlun er endurskoðuð á 3 ára fresti.
-
1. Uppbygging hjólaleiða
-
2. Fjölgun hjólastæða
-
3. Auknar hjólreiðar barna og unglinga
-
4. Fjölgun þeirra sem hjóla til vinnu
-
5. Litaðar lykilleiðir og merkingar við hnútpunkta
-
6. Hjólreiðar og almenningssamgöngur
-
7. Viðhald og vetrarþjónusta
-
8. Lýsing
-
9. Samstarf um lög og reglugerðir
-
10. Hjólaleigur – deilikerfi
-
11. Vinnustaðurinn Reykjavíkurborg